Vegfarendur við Skólavörðustíg í Reykjavík ráku upp stór augu í gærkvöldi. Við fyrstu sýn virtist komið nýtt listaverk í götuna. Við nánari skoðun í kvöldmyrkrinu kom í ljós að einhver hafði komið fyrir heilum plaststól í ruslatunnu á horni Skólavörðustígs og Týsgötu.
Eins og myndin hér sýnir má teljast nokkurt afrek að troða stólnum í tunnuna, sem er með fjórum hólfum til aðgreiningar fyrir endurvinnslu.
Plastumbúðir eiga heima í sérstökum grenndargámum í hverfum borgarinnar, eða hjá Sorpu. Svona sorplosun er óheimil.
Sú spurning vaknar hvort þetta sé Íslandsmet í sóðaskap.