Skyrkvótinn nýttur í Bretlandi

Skyr í matvöruverslun í Sviss.
Skyr í matvöruverslun í Sviss.

Sölu- og markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar reiknar með að stóraukinn tollfrjáls innflutningskvóti til Evrópusambandsins fyrir skyr verði notaður til að selja skyr í Bretlandi.

„Það verður ekkert vandamál að nýta þennan kvóta,“ segir Jón Axel Pétursson. Í samningum Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæmar niðurfellingar tolla verður tollfrjáls innflutningskvóti á skyri til Evrópusambandsins aukinn úr 380 tonnum í 4.000 tonn.

Unnið er að því að koma íslensku skyri í verslanir í Bretlandi. Jón Axel hefur trú á því að þar sé góður markaður og að hægt verði að nýta aukinn innflutningskvóta þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka