Samtökin 78 komin í nýtt húsnæði

Samtökin ´78 opnuðu í dag nýtt og glæsilegt húsnæði að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Húsnæðið mun meðal annars nýtast samtökunum við fræðslustarfsemi, almenna fundi, fundi ungliðahreyfingar samtakanna og ráðgjafastarfsemi, en ráðgjafar samtakanna veita á ári hverju yfir 100 ráðgjafarviðtöl. 

Á opnunarhátíðinni í dag prýddi samsýning hinsegin listamanna veggi rýmisins, nýr fræðslubæklingur, „Hvað er hinsegin?“, var frumsýndur, haustdagskrá félagsmiðstöðvarinnar kynnt og ungliðar spjölluðu við gesti og gangandi. Ljósmyndari mbl.is kíkti á staðinn og smellti myndum af húsnæðinu, gestum og gangandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert