Færð farin að spillast á hálendinu

mbl.is/Sigurður Bogi

Helstu vegir landsins eru greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir eru á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Færð er hins vegar víða farin að spillast á hálendinu. Einkum Norðanlands og er Eyjafjarðarleið lokuð og þungfært á norðanverðri Sprengisandsleið og á Öskjuleið.

Minnt er á að brúin yfir Eldvatn við Ása er lokuð vegna skemmda. Það sama á við um austasta hluta Fjallabaksleiðar nyrðri sem er lokuð vegna Skaftárshlaups.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert