„Hún er skemmtilegasti kennari sem ég hef haft“

Markús Freyr er meðal viðmælenda í myndbandinu.
Markús Freyr er meðal viðmælenda í myndbandinu. Skjáskot af Vimeo

Í tilefni alþjóðadags kennara bað kennarasamband Íslands nokkra vegfarendur í Reykjavík um að nefna uppáhaldskennarann sinn og útskýra af hverju viðkomandi væri í uppáhaldi.

Skólaganga er eðlilegur hluti af ævi flestra Íslendinga taka kennarar þátt í að móta okkur frá barnsaldri. Þó að þeir hafi ómæld áhrif fá margir þeirra kannski sjaldnar þakkirnar og hrósið sem þeir eiga skilið. Í myndbandinu er hinsvegar fjöldi kennara sem kenna og kenndu ólíkar greinar nefndur til sögunnar af fjölbreyttum ástæðum.

„Lilja kom inn í líf mitt þegar ég var feiminn unglingur,“ segir Ásta Óskarsdóttir um fiðlukennarann sinn. „Hún hjálpaði mér að brjótast út úr feiminni unglingsskel og lagði í raun og veru grunninn að því sjálfstrausti sem ég hef í dag sem einstaklingur.“

Aðrir leggja einnig áherslu á hlutverk kennara sem stuðningsaðila fyrir ungt fólk. „Manni líður miklu betur þegar maður er með góðan kennara því ef maður er ekki með skemmtilegan kennara þá brýtur það mann frekar niður en að byggja mann upp,“ segir Hulda Fanný Pálsdóttir í myndbandinu.

Einn vegfarandanna segir fáar stéttir eins mikilvægar upp á það að gera hvernig kynslóðirnar skila sér inn í samfélagið. Mikilvægi þess endurspeglast eflaust í orðum yngsta viðmælandans, Markúsar Freys Arnarssonar, um ástæður þess að tiltekinn kennari væri í uppáhaldi.

„Hún sagði góða hluti við mig“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert