Mikil rigning fram á nótt

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sé viðvörun, en búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. Miklir vatnavextir eru í ám á sunnan- og vestanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu:

Suðaustan 8-15 m/s í kvöld, en hægari vestantil. Rigning um mestallt land, talsverð og jafnvel mikil úrkoma á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. Suðaustan 5-10 á morgun og víða væta, en úrkomulítið um landið norðanvert síðdegis. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert