Sex hjóluðu frá Kaldadal í Úthlíð

Sex slökkviliðsmenn hjóluðu á laugardag. Að sögn eins fararstjóranna fer …
Sex slökkviliðsmenn hjóluðu á laugardag. Að sögn eins fararstjóranna fer virk útivistarþátttaka vel saman með slökkviliðsstörfunum. Ljósmynd/Kjartan Blöndahl

Sex slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu hjóluðu um svokallaðan Eyfirðingaveg á laugardag.

Farið var um þann hluta sem liggur frá Kaldadal að Skjaldbreið og þaðan að Hlöðufelli. Frá Hlöðufelli lá leiðin um Rótarsand og Hellisskarð í Úthlíð í Biskupstungum þar sem slegið var upp grillveislu.

Með í för voru þrír aðstoðarmenn á tveimur bílum, að því er fram kemur í umfjöllun um hjólatúrinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert