40-50% verðlækkun á minkaskinnum á skinnauppboði

Þótt meðalverð á heimsmarkaði sé heldur hærra í ár fá …
Þótt meðalverð á heimsmarkaði sé heldur hærra í ár fá íslenskir bændur færri krónur fyrir skinnin vegna styrkingar krónunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Snörp verðlækkun varð á minkaskinnum á síðasta loðskinnauppboði danska uppboðshússins, Kopenhagen Fur, þar sem íslensku minkaskinnin eru seld.

Fyrsta flokks skinn lækkuðu í verði um 40-50% og lakari skinnin meira, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Á uppboðinu í Kaupmannahöfn voru boðnar upp rúmlega 7 milljónir minkaskinna, þar af 4,2 milljónir fyrsta flokks skinna. Seldust 95% framboðinna skinna og var meðalverð allra skinna 163 danskar krónur eða sem svarar 3.100 kr. íslenskum. Mjög langt er síðan svo lágt verð hefur sést á uppboðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert