Hlaupið fyrir Sýrland

AFP

Flóttamannavandinn í Sýrlandi hefur ekki farið framhjá neinum. Um þessar mundir er um helmingur sýrlensku þjóðarinnar, yfir 10 milljónir, á flótta vegna borgarastyrjaldar sem hefur staðið í hátt í fimm ár. Þetta kemur fram á hlaupaatburði sem Rauði krossinn heldur til styrktar flóttafólki frá Sýrlandi.

Sunnudaginn 11. október verður haldið Sýrlandshlaupið, til styrktar flóttafólki frá Sýrlandi. Styrktarféð verður notað til að styrkja starfsemi Rauða krossins á Íslandi en hann fjármagnar heilsugæslu á hjólum sem aðstoðar flóttafólk sem þarf á neyðarheilbrigðisþjónustu að halda. Slík heilbrigðisþjónusta felur meðal annars í sér aðstoð við fórnarlömb sprenginga og óbreyttra borgara sem hafa orðið fyrir skaða af völdum stríðsátaka.

Hlaupið verður ræst klukkan 11 fyrir hádegi en kl. 10.45 mun Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, bjóða hlaupara velkomna og segja nokkur orð um ástandið í Sýrlandi og flóttamannavandann sem er fylgifiskur vopnaðra átaka

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki. Einnig verður dreginn út fjöldinn allur af útdráttarverðlaunum. Verðlaunaafhending fer fram strax að hlaupi loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert