Meintir þjófar ógnuðu fólki

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í hádeginu í dag par sem var í annarlegu ástandi í Mjóddinni í Breiðholti. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að það hafi ógnað fólki og ekki farið að fyrirmælum lögreglu. 

Lögreglan segir að vímuefni hafi fundist á þeim. Þá eru þau grunuð um þjófnað úr húsi frá því í morgun.

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að tilkynning hafi borist um að þau hefðu ógnað fólki með skiptilykli. Engan sakaði. 

Hann segir að parið hafi fundist utanddyra skömmu síðar en ekki fannst neinn skiptilykill á þeim. Þau voru færð í fangageymslur og vistuð þar uns unnt var að taka af þeim skýrslur.                      

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert