Um 35 megavött af raforku fara í súginn

Dæmi um tvívökvavél sem notuð er til að endurnýta varma …
Dæmi um tvívökvavél sem notuð er til að endurnýta varma frá iðjuveri. Ekki þarf stórt mannvirki til að hýsa orkuverið, það er á stærð við tveggja hæða íbúðarhús, að sögn Gests Péturssonar, forstjóra Elkem á Íslandi.

Geysimikill hiti myndast við framleiðslu á kísilmálmi með rafmagni í verksmiðju Elkem á Grundartanga og hann er ekki endurnýttur, fer einfaldlega út í umhverfið.

Til er búnaður sem notaður er víða erlendis, tvívökvavélar, til að fanga slíkan ónýttan umframhita sem einnig er nefndur glatvarmi. En búnaðurinn er dýr og óvíst hvort það er fjárhagslega hagkvæmt að nota hann hér, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Hagkvæmnin við að nota tvívökvavélar er meiri í öðrum Evrópulöndum þar sem raforka er dýrari. Mörg þeirra greiða einnig niður kostnað við að nýta betur orku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert