Veita 11 milljóna styrki

Ú forritunarkennslu
Ú forritunarkennslu Ljósmynd/Forritarar framtíðarinnar

Í dag, þriðjudaginn 6. október verða styrkir upp á ríflega 11 milljónir króna afhentir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar.  Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til forritunarkennslu fyrir nemendur og skiptast að þessu sinni á milli 16 skóla. Rúmlega 100 kennarar fá þjálfun til að kenna forritun og verða 75 tölvur afhentar.

Í tilkynningu frá Forriturum framtíðarinnar er vísað í skýrslu evrópska skólanetsins frá því í októbet 2014 þar sem fram kemur að forritun er í auknum mæli að verða lykilfærni sem skólabörn ættu að tileinka sér á einn eða annan hátt auk þess sem þessi færni er orðin mjög mikilvæg á vinnumarkaði í hinum ýmsu greinum.

„ Forritun er þar skilgreind sem rökhugsun sem er orðin ein mikilvægasta færni tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að kennarar hafa almennt ekki verið nægilega vel undirbúnir fyrir að forritun sé sett á námskrá.

Öll löndin sem tóku þátt í könnuninni hafa hug á að setja forritun á námskrá nema Noregur sem hefur þegar gert það. Ísland tók ekki þátt í könnuninni og hefur Ísland enn ekki sett þetta á stefnuskrá sína.  Hins vegar sagði Illugi Gunnrasson að málið yrði skoðað alvarlega á yfirstandandi þingi.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert