Eiga sömu réttindi og önnur börn

Með tvíþættum vanda er átt við geðraskanir og fíkniefnaneyslu.
Með tvíþættum vanda er átt við geðraskanir og fíkniefnaneyslu. mbl.is/ÞÖK

Margir sem koma að geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga tala um skort á úrræðum fyrir börn í svokölluðum tvíþættum vanda, en með því er átt við börn sem glíma bæði við geðraskanir af einhverju tagi og vímuefnavanda.

Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir að ekki sé vitað hversu mörg börn og ungmenni séu í þessum hópi. Vandi sumra þeirra geti verið mjög flókinn, mörg ár geti tekið að vinna með hann og Barnaverndarstofa hefur hug á að þróa meðferðarkerfi sem þekkist erlendis.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við móður stúlku sem hefur verið greind með tvíþættan vanda. Móðirin segir að ekkert af þeim úrræðum, sem dóttur hennar hafi staðið til boða hafi hjálpað henni, en tekur skýrt fram að gagnrýni hennar snúi að skipulagi mála, allir starfsmenn Barnaverndarstofu, félagsþjónustunnar og aðrir þeir sem komu að málum dóttur hennar hafi verið allir af vilja gerðir til að vinna að hag hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert