Íþróttir skila 4 milljörðum

Prófessor í félagsfræði telur sóknarfæri vera í íþróttum
Prófessor í félagsfræði telur sóknarfæri vera í íþróttum mbl.is/Árni Sæberg

„Umfang íþrótta í íslensku samfélagi er gífurlegt og hagrænt gildi þeirra er mjög mikið. Beinar gjaldeyristekjur af íþróttum eru nálægt fjórum milljörðum króna og óbeinar eru einnig umtalsverðar,“ segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Stóran hluta af þessum tekjum má rekja beint til íslensku knattspyrnunnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áfangaskýrslu um umfang og hagræn áhrif íþrótta í íslensku samfélagi. Áfangaskýrslan verður kynnt á málþingi um hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu í Laugardalshöll á morgun.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Þórólfur á, að vaxtarmöguleikar íþróttastarfsins séu miklir og tækifærin óþrjótandi. Þar spili alþjóðavæðing íþróttanna stóran þátt og íþróttatengd ferðamennska hingað einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert