Nýtt útlit á léttmjólkinni

Mjólkin góða. Forstjórarnir Ari Edwald(MS) og Páll Matthíasson(LSH).
Mjólkin góða. Forstjórarnir Ari Edwald(MS) og Páll Matthíasson(LSH). mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Annað árið í röð efnir Mjólkursamsalan til söfnunar fyrir nýjum tækjabúnaði fyrir Landspítala undir yfirskriftinni „Mjólkin gefur styrk“.

Meðan á átakinu stendur skiptir D-vítamínbætt léttmjólk tímabundið um útlit og renna 30 krónur af hverri seldri fernu til tækjakaupa á spítalanum.

Í fyrra söfnuðust 15 milljónir króna og í framhaldinu festi spítalinn kaup á nýjum beinþéttnimæli en sá sem fyrir var var kominn til ára sinna og orðinn nær óstarfhæfur. Í ár er markmiðið að safna aftur 15 milljónum og verða þær nýttar til að stórbæta tækjabúnað og starfsaðstöðu á bæklunarskurðdeild Landspítala, segir í frétt frá spítalanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert