Spyr um efnahagsleg áhrif flóttamanna

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um efnahagsleg áhrif þess að flóttamenn komi til Íslands. 

Fyrirspurnin er í tveimur liðum. Fyrir það fyrsta spyr Róbert ráðherrann hver hann áætli að efnahagslegu áhrifin verði af komu þeirra flóttamanna til Íslands sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að taka á móti á þessu ári og næstu árum.

Þá spyr Róbert hver séu efnahagslegu áhrifin að mati ráðherrans af því að taka við eitt hundrað innflytjendum til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert