„Enn er tími“

SFR, Landssamband lögreglumanna og Sjúkraliðafélag Íslands koma að yfirlýsingunni.
SFR, Landssamband lögreglumanna og Sjúkraliðafélag Íslands koma að yfirlýsingunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu afhhenda forsætisráðherra yfirlýsingu félaganna í fyrramálið fyrir framan stjórnarráðið við upphaf ríkisstjórnarfundar.

Í yfirlýsingunni eru kröfur félaganna ítrekaðar sem og vilji þeirra til að semja að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félögunum.

„Stjórnvöld eru minnt á að þann 15. október hefst verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Því er mikilvægt að samninganefnd ríkisins komi til fundar með umboð til að semja við félögin fyrir alvöru – enn er tími,“ segir í tilkynningunni.

Félögin hafa boðað þá félagsmenn sem komast frá vinnu til að koma saman fyrir utan stjórnarráðið kl 9:15 í fyrramálið og vera viðstaddir afhendingu yfirlýsingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert