Kannast þú við þessa ketti?

Af vef Dýrahjálpar Íslands

Dýrahjálp Íslands hefur nú birt myndir af stórum hluta þeirra fimmtíu katta sem Matvælastofnun gerði vörslusviptingu á í síðustu viku. Kött­un­um var haldið í iðnaðar­hús­næði við bág­ar aðstæður þar sem umönn­un og þrifnaði var veru­lega ábóta­vant.

Fyrri frétt mbl.is: Lögðu hald á fimmtíu ketti

Kött­un­um hef­ur nú verið komið fyr­ir hjá Dýra­hjálp, í Katt­holti og í Kisu­koti þar sem þeim verður ráðstafað á ný heim­ili eða sín gömlu. Dýrahjálp Íslands hefur birt myndir af þeim köttum sem eru þar og biðja fólk um að hafa samband kannist það við þá.

Eins og fram kom á mbl.is hafði Matvælastofnun sam­band við umráðamann iðnaðar­hús­næðis­ins í kjöl­far ábend­ing­ar um um­fangs­mikið katta­hald í hús­inu. Umráðamaður­inn meinaði eft­ir­lits­mönn­um stofn­un­ar­inn­ar aðgang að staðnum. 

Stofn­un­in fékk dóms­úrsk­urð til að fram­kvæma eft­ir­lit sem fór fram í síðustu viku. Eft­ir­litið leiddi í ljós um­fangs­mikið katta­hald við slæm­ar aðstæður og var tek­in ákvörðun um vörslu­svipt­ingu í fram­hald­inu.

Vörslu­svipt­ing var fram­kvæmd með aðstoð lög­reglu tveim­ur dög­um síðar. Umráðamaður reynd­ist ósam­vinnuþýður og var hand­tek­inn af lög­reglu í kjöl­farið. Lagt var hald á 50 ketti á staðnum. Kett­irn­ir voru heil­brigðis­skoðaðir af dýra­lækn­um. Lóga þurfti tveim­ur kött­um að skoðun lok­inni. 

HÉR má sjá þá ketti sem eru hjá Dýrahjálp Íslands. 

Af vef Dýrahjálpar Íslands
Af vef Dýrahjálpar Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert