Rafmagn komið á í Dalabyggð

Frá Búðardal.
Frá Búðardal. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagn ætti að vera komið á alla notendur í Dalabyggð en bilun kom upp rétt fyrir klukkan 18:50 í kvöld. Samkvæmt tilkynningu fann vinnuflokkur Rarik bilun á háspennulínu á milli Dunkárbakka og Gunnarsstaða um kl. 23:15 og lauk bráðabirgðaviðgerð um kl. 23:46

Eins og segir í fyrri frétt mbl.is komst rafmagn aft­ur á að Álf­heim­um frá Búðar­dal og frá Stykk­is­hólmi að Gunn­ars­stöðum á Skóg­ar­strönd um kl. 19.45.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert