Ísing í efri byggðum

Þrátt fyrir að það rigni í neðri byggðum á höfuðborgarsvæðinu þá er ísing á götum í efri byggðum og því nauðsynlegt að fara varlega í umferðinni fyrir þá sem eru snemma á ferðinni.

Með morgninum gengur í norðvestan- og síðar vestanátt, 5-10 m/s um landið vestanvert með éljum eða slydduéljum, en skúrum þegar kemur fram á daginn. Austan- og suðaustantil rofar hins vegar til. Hægviðri aftur í kvöld og úrkomulaust víðast hvar. Hiti 2 til 6 stig að deginum en sums staðar næturfrost, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Á laugardag:
Hæg austlæg átt og víða bjart í fyrstu, en vaxandi austanátt er líður á daginn, strekkingur með rigningu sunnan- og austan til um kvöldið, en lengst af þurrt og bjart fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert