Spænskir milljarðar og íslenskur Jóker

mbl.is/Ásdís

Það var ljónheppinn miðaeigandi á Spáni sem var einn með allar tölurnar réttar þegar dregið var út í EuroJackpot. Hann hlýtur sem samsvarar rúmum 4,4 milljörðum kr í vinning. 

Miðaeigandi í Finnlandi var einn með annan vinning og hlýtur hann rúmlega 183 milljónir, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. 

Fjórir skiptu með sér þriðja vinningi og hlýtur hver um sig rúmlega 16,1 milljón. 

Þá var einn með fjórar réttar tölur í Jóker og fær 100 þúsund kall fyrir vikið, hann keypti miðann sinn í Bitanum við Iðavelli í Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert