Æfa neyðarviðbrögð í Eyjafirði

Björgunarsveitirnar takast á við verkefni á láði og legi.
Björgunarsveitirnar takast á við verkefni á láði og legi. Sigurður Ólafur Sigurðsson.

Landsæfing björgunarsveitanna á landinu er haldin í Eyjafirði í dag. Fjöldi þátttakenda er á fjórða hundrað, í 52 hópum frá 32 björgunarsveitum samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitafólkið fær að takast á við 72 mismunandi verkefni í dag, þ.m.t. að keyra þrautabrautir, björgun úr flugvélaflaki, fyrsta hjálp fyrir slasað fólk, aðferðir við leit og margt fleira sem björgunarsveitir mega búast við að takast á við á vettvangi.

Mikil vinna liggur að baki jafn umfangsmikilli æfingu en 60 umsjónarmenn stýra verkefnum þátttakenda og 12 manna æfingarstjórn heldur utan um æfinguna. Þá koma 80 leikarar að æfingunni, sem hafa verið farðaðir til þess að sýna áverka sem bregðast þarf við á sem raunverulegastan máta.

Nýjustu tækni er beitt til þess að fá yfirsýn á …
Nýjustu tækni er beitt til þess að fá yfirsýn á slysstað. Sigurður Ólafur Sigurðsson
Björgun úr flugvélaflaki æfð.
Björgun úr flugvélaflaki æfð. Sigurður Ólafur Sigurðsson
Yfir 80 leikarar taka þátt í æfingunni og þarf björgunarsveitafólk …
Yfir 80 leikarar taka þátt í æfingunni og þarf björgunarsveitafólk að bregðast við hinum ýmsu áverkum þeirra. Sigurður Ólafur Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert