Ísjaka rak inn eftir Önundarfirði í gær

Ísjakinn í Önundarfirði.
Ísjakinn í Önundarfirði. Ljsmynd/Ívar Kristjánsson

Bátur tilkynnti klukkan 8.10 í fyrradag um ísjaka sem væri á reki í mynni Önundarfjarðar.

Jakinn stóð 5-6 metra upp úr sjó og voru minni ísbrot í nágrenninu, samkvæmt vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Undir hádegið, kl. 11.22, sáust smájakar á vestanverðum firðinum sem lágu í vestur og út undir Barða. Klukkan 12.11 hafði jakann rekið um tvær sjómílur til austurs á fjórum klukkustundum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert