Neitar að vera fjárhagslega háður Hauki

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það fráleitt að hann sé fjárhagslega háður Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy. Þetta kom fram í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi.

Nýverið greindi Stundin frá því, að hún hefði heimildir fyrir því að Illugi hefði fengið þriggja milljóna króna lán frá fyrirtækinuIllugi sagði í samtali við Stöð 2 að þetta hafi verið fyrirframgreidd laun.

Arctic Green Energy (áður Orka Energy) sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að greiðslur sem Illugi fékk frá Orku Energy hafi verið vegna starfa hans fyrir fyrirtækið á árinu 2011. Hvorki Illugi né félög tengd honum stæðu í skuld við Orku Energy.

Illugi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær, að hann teldi að Orku Energy-málið myndi örugglega ekki bæta hans stöðu en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að svara ekki spurningum fjölmiðla varðandi tengsl sín við fyrirtækið og stjórnarformann þess, Hauk Harðarson, sem er einn af hans nánustu vinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert