Stærsti spilendahópur tölvuleikja konur

mbl.is/EA DICE

Það hefur verið ríkjandi staðalmynd að tölvuleikjaspilarar séu ungir karlmenn og strákar en það er ekki rétt því stærsti spilendahópur tölvuleikja eru konur.

„Núna erum við hægt og rólega komin á þann stað að það spila nánast allir tölvuleiki hvort sem það er Candy Crush á símanum eða hvaða leiki sem er. Við erum samt alltaf ennþá þeirrar skoðunar að það séu aðallega karlmenn sem spila tölvuleiki. Það er ekki rétt því stærsti spilendahópur tölvuleikja er konur í dag,“ segir Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi tölvuleiksins Star Wars Battlefront.

Hún segir að í tölvuleikjaheiminum komi upp sú umræða reglulega hvað sé „alvöru“ tölvuleikur. Á öðrum endanum eru leikir eins og Candy Crush og á hinum EVE Online. Tölvuleikir spanna mjög vítt svið, eru fjölbreytilegir og spilaðir á mismunandi tækjum.

„Tölvuleikir eru samt að þróast á þann hátt að markhópurinn er ekki bara strákar og karlmenn. Leikirnir eru að verða fjölbreyttari að mörgu leyti,“ segir Lína sem hefur séð að í leikjum eins og Disney Infinity og Minecraft sé markmiðið að höfða til barna af báðum kynjum. „Mér finnst þetta vera að breytast gagnvart ungu krökkunum.“

Sigurlína Valgerður hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni í Stokkhólmi síðustu ár þar sem hún starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu DICE sem er í eigu EA, eins stærsta útgefanda tölvuleikja í heimi.

Hún er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina og svarar því hvernig 36 ára vélaverkfræðingur frá Íslandi verður framleiðandi að því sem stefnir í að verði einhver stærsti tölvuleikur árins.

mbl.is/EA DICE
mbl.is/EA DICE
mbl.is/EA DICE
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um helgina.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um helgina. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert