„Birtum lista yfir skussana“

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir mbl.is/Styrmir Kári

Myndir sem Matvælastofnun birti á dögunum úr svínabúum hér á landi, þar sem lög og reglur um dýravelferð voru brotin, voru til umræðu á Alþingi í dag. Margir þingmenn kölluðu eftir því að þau svínabú, þar sem ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum, yrðu nafngreind.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og spurði Sigurð Inga Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvað hann ætlaði sér að gera til þess að afnema dýraníð sem ætti sér stað í svínaeldi og sagt var frá á dögunum.

Kasti rýrð á saklausa aðila

„Dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun staðfestir illa meðferð dýra í svínaeldi. Við blasir alltof litlar stíur, legusár, geldingar, halaklippingar og yfirveguð brot bæði á lögum og reglugerðum svo okkur blöskrar ollum,“ sagði Helgi. Hann sagði það augljóst að fólk vildi ekki eiga viðskipti við þá sem fara illa með dýr. Sagði hann mikilvægt að upplýst yrði hverjir ættu hér í hlut og að þeir yrðu kærðir til lögreglu. „Enginn sem verður uppvís að illri meðferð á dýrum á að fá styrki eða niðurgreiðslur úr ríkissjóði,“ sagði Helgi.

Helgi sagðist trúa því að þeir sem illa færu með dýr sín væru undantekningar sem kasti „rýrð á saklausa aðila sem hlúa vel að sínum dýrum.“ Það þýðir þó ekki að taka eigi létt á því heldur þvert á móti.

Getur ekki birt upplýsingar um hvaða svínabú er að ræða

Í svari sínu sagði Sigurður geta fullyrt það sem ráðherra og menntaður dýralæknir harma slæma meðferð á dýrum sem ekki á ekki að eiga sér stað og nefndi ný lög um dýravelferð sem sett voru árið 2013.  Þrátt fyrir það sagðist Sigurður ekki geta sagt um hvaða svínabú hafi verið að ræða.

Málið er á forræði Matvælastofnunnar sem starfar m.a. samkvæmt upplýsingalögum og persónuverndarlögum „Ráðherra á því ekki hægt um vik að grípa inn í þann ferill og getur því ekki birt upplýsingar um hvaða svínabú er að ræða, enda hefur hann ekki þær upplýsingar í sínum fórum,“ sagði Sigurður. Þá þarf að breyta bæði upplýsingalögum og lögum um persónuvernd. 

Matvælastofnun hefur bent á að málefni sem varða velferð dýra dýravernd séu undanþegin upplýsingarétti þar sem stofnunin líti svo á að þau varði einkahagsmuni einstaklinga. Sigurður benti á að lögin veiti Matvælastofnun þónokkur úrræði til að bregðast við dýraníð og nefndi dagsektir, bann á dýrahaldi, stjórnvaldssektir og kærur.

„Stofnunin hefur því skýrar heimildir til að bregðast við brotum samkvæmt þessum lögum“

Segir aðgerðir Matvælastofnunnar virka

Sigurður sagðist hafa fengið upplýsingar í morgun um svínabú sem sætt hafi þvingunaraðgerðum sem er núlokið. Í kjölfar aðgerða Matvælastofnunnar urðu breytingar á búinu og eru þær gyltur sem nefndar voru nú komnar í lausagöngu og er ekki á básum. „Þessar aðgerðir Matvælastofnunnar virka,“ sagði ráðherrann.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kom í pontu síðar í umræðunni og hvatti þingmenn til þess að hætta að borða svína- og kjúklingakjöt.

„Ég er bara óþolandi grænmetisæta“

Í ræðu Birgittu kom fram að hún hafi áður beðið þingmenn um að huga að því að þeir væru hugsanlega að borða kjöt af dýrum sem hafa verið pyntuð. „En það hlustar enginn á mig, ég er bara óþolandi grænmetisæta,“ sagði Birgitta og bætti við að hún gæti ekki tekið þátt í því að stuðla að verksmiðjuframleiðslu dýra sem voru pyntuð.

Birgitta sagðist jafnframt ekki skilja hvernig fólki geti látið sér detta það í hug að borða kjöt þegar það veit ekki hvaða dýr eru pyntuð og hver ekki. Þar að auki beindi hún fyrirspurn til ráðherra um hvort hann borðaði svína- og kjúklingakjöt. 

Viðbrögð stjórnvalda vonbrigði

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði að viðbrögð stjórnvalda og greinarinnar sjálfrar við umræðunni hafi valdið sér vonbrigðum. Hvatti hún til þess að birtur yrði listi yfir þá sem „standa sig illa og koma illa fram við dýrin.“ Sagði hún það betra en að það verði vantraust gegn greininni og að fólk hætti að kaupa ákveðnar vörur. Frekar eigi að draga fram hvar hlutirnir eru í lagi og „birta lista yfir skussana“.

„Enginn sem borðar dýraafurðir vill borða af dýrum sem hafa þjáðst, enginn,“ sagði Katrín. „Þess vegna á að birta þessa lista.“ Hún sagði að í siðmenntuðu samfélagi ætti ekki að gefa þeim sem brjóta lögin aðlögunartíma til að laga til þegar verið er að meiða dýr.

„Öll framkoma við dýr á að vera siðuðu samfélagi til sóma,“ sagði hún jafnframt.

Gagnrýndi árás á greinina í fjölmiðlum

Páll Jóhann pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins sagði það mikilvægt að ekki yrði veittur afsláttur á meðferð dýra. Setti hann spurningamerki við þau vinnubrögð Matvælastofnunnar að birta nafnlausar myndir án útskýringa frá svínabúum þar sem ekki er farið eftir  lögum og reglum. „En ég leyfi mér að það hafi verið brugðist skjótt við og ráðstafanir gerðar. En það hefur ekki komið fram,“ sagði Páll. „Hversvegna hefur Matvælastofnun ekki brugðist við með viðeigandi þætti?“ spurði Páll og vitnaði í dýraverndarlög þar sem fram kemur að stofnuninni sé heimilt að stöðva starfsemi þegar um alvarleg brot á dýraverndarlögum er að ræða eða þegar tilmælum er ekki sinnt.

Hann sagði það betra að vinna málið þannig heldur en að ráðast á greinina í fjölmiðlum og leita uppi sökudólga. „Er það réttarríkið sem við viljum?“ spurði hann.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
g Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
g Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Styrmir Kári
Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert