Fór með flóttafólk í ferðalag

„Mér datt þetta í hug um daginn og ákvað að láta verða af því að fara svona ferð til þess að létta fólkinu lífið aðeins og hvetja um leið önnur rútufyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Það eru fleiri flóttamenn í landinu en þessir sem ég fór í ferðalag með í dag og fleiri að koma,“ segir Hans Guðmundsson í samtali við mbl.is en hann bauð í dag 30 flóttamönnum í ferðalag um Reykjanesið á rútu sinni en hann rekur rútufyrirtækið Ibus. 

„Rauði krossinn hefur náttúrulega engin fjárráð til þess að setja í svona lagað. Þar fara fjármunirnir aðeins í það nauðsynlegasta. Fólkið er þarna í nokkurs konar millibilsástandi. Þau skemmtu sér alveg rosalega vel. Það var virkilega gaman að sjá hvernig gleðin skein af þeim. Það þarf ekki endilega mikið til. Dagurinn hjá þeim er ekkert mjög fjölbreyttur,“ segir Hans. Spurningin sé bara að láta verða af þessu. „Ég hugsaði bara með mér: Af hverju ekki?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert