Gekk berserksgang

mbl.is/Þorkell

Kona gekk berserksgang síðdegis í gær í Kópavoginum og var handtekin af lögreglu í kjölfarið.

Hún hafði tæmt úr tveimur slökkvitækjum inni í húsi sem hún var stödd í og skemmt hurð hússins  þannig að hún lokaði fólk inni sem var statt í húsinu.

Ekki vitað hvað henni gekk til en það þurfi að vista hana í fangaklefa sökum ástands hennar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Um níu leytið barst lögreglunni tilkynning um að maður ætlaði að stinga annan með hníf í Breiðholti. Við nánari varfærna skoðun virðist sem eitthvað hafi málið verið orðum aukið en þarna voru ungmenni á ferð og heitar tilfinningar í spilum. Rætt var við alla málsaðila og foreldra í þeim tilvikum þar sem ungmennin voru ólögráða og ekki ástæða til frekari aðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert