Krefjast inngrips ráðherra

Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi.
Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi.

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) hefur óskað eftir því við Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, að hann grípi nú þegar inn í og leiti leiða til að leysa úr þeim ágreiningi sem er í skólanum.

Skólanefndin sendi ráðherra eftirfarandi áskorun fyrir helgi: „Fulltrúar í skólanefnd FVA hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í skólanum. Aðstoðarskólameistara hefur verið sagt upp störfum eftir aðeins tvo mánuði í starfi og mikil ólga hefur verið í hluta kennarahópsins vegna samskipta við skólameistara frá því á sl. vorönn.

Nefndin krefst þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið grípi nú þegar inn í og leiti leiða til að leysa úr þeim vanda sem verður ósennilega leystur án aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert