Meira en bara peningagreiðslur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Styrmir Kári

Stöðugleikaskilyrðin felast ekki bara í greiðslu peninga heldur mörgum öðrum atriðum, t.d. afhendingu eigna og er hugmyndin að það verði sama niðurstaða og ef skattaleiðin er farin. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í svari við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Árni spurði Sigmund út í fréttir þess efnis að verið væri að leyfa slitabúum að komast úr landi gegn greiðslu upp á 330 milljarða, en ekki 850 milljarða eins og skilyrðin áttu að skila ríkissjóði. Sagði Árni forsendur þessa afsláttar eða eftirgjafar ekki vera ljósar og óskaði skýringa á þeim og forsendunum sem þar væru á bak við.

Sigmundur sagðist hafa svarað þessari spurningu í síðasta fyrirspurnartíma og sagði hann að það væri sinn skilningur að mögulegur samráðsfundur sem Árni hafði nefnt í spurningu sinni yrði haldinn þegar fjármálaráðherra væri kominn aftur til landsins.

Árni ítrekaði svo spurningu sína, en Sigmundur sagði þá að allt tal um afslátt væri út í hött og hreinlega rangfærslur. Bætti hann við að sama niðurstaða ætti að fást ef farin væri leið stöðugleikaskilyrða og ef skattur væri lagður á búin.

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert