Skora á ríkið að skera á hnútinn

Frá fundi SFR í Háskólabíói.
Frá fundi SFR í Háskólabíói. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn SFR stéttarfélaga skorar á stjórnvöld að semja áður en kemur til verkfalls. Svo segir í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var á fundi hennar í kvöld.

„Stjórn SFR lýsir verulegum áhyggjum yfir því ófremdarástandi sem nú ríkir vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í kjaradeilu félagsmanna SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins,“ segir í ályktuninni.

Í henni segir að SFR krefjist sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn og að sú krafa sé skýr og réttlát.

„Verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skellur á næstkomandi fimmtudag. Við skorum á stjórnvöld að skera á hnútinn og semja við okkur um sambærilegar launahækkanir og ríkið hefur samið um í síðustu samningum og gerðardómur dæmdi öðrum starfsmönnum ríkisins!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert