Strætó án salernis í mánuð

Bílstjórarnir munu taka tillit til þess, þurfi farþegar að bregða …
Bílstjórarnir munu taka tillit til þess, þurfi farþegar að bregða sér á salerni á leiðinni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun vagn án salernis aka milli Reykjavíkur og Akureyrar næsta mánuðinn (7. október til 7. nóvember 2015). Langt stopp er í Staðarskála og vagnstjórar munu gera sitt besta til að koma til móts við farþega.“

Þannig hljóðar tilkynning á vefsíðu Strætó bs. og verið þarna að vísa til leiðar 57. Hópbílar sjá um rekstur á tveimur strætisvögnum á þessari leið, sem báðir hafa verið með salerni um borð.

Alvarleg vélarbilun kom upp í öðrum þeirra, að sögn Ágústs Haraldssonar, rekstrarstjóra Hópbíla, og varð að setja inn annan bíl tímabundið sem ekki er með salerni fyrir farþega, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert