„Vatnaskil á markaði“ í kjölfar haftaáætlunar

Hlutabréf hafa rokið upp.
Hlutabréf hafa rokið upp. mbl.is/Þórður

„Það hafa orðið vatnaskil á markaði eftir tilkynningu stjórnvalda um afnám hafta. Hlutabréf hafa hækkað mikið og viðskipti aukist gríðarlega.“

Þetta segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í Morgunblaðinu í dag og bendir á að úrvalsvísitalan hafi hækkað um 21% frá 8. júní, þegar áætlunin var kynnt.

Páll segir veltu á hlutabréfamarkaði hafa tvöfaldast eftir 8. júní, miðað við sama tímabil árið áður, og veltu á skuldabréfamarkaði aukist um 70%. Hann áætlar að bein eign heimila í hlutabréfum sé nú um 60 milljarðar, 15 milljörðum meiri en í aprílbyrjun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert