Margir vilja bjóða innflytjendum heim til sín

Samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli.
Samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli. mbl.is/Styrmir Kári

Tugir matarboða hafa verið haldnir undanfarið víða um land í tengslum við verkefni Rauða krossins, Brjótum ísinn, bjóðum heim.

Í því felst að Íslendingar bjóða innflytjendum heim til sín eina kvöldstund til kvöldverðar og samveru og hefur beiðnum um að taka þátt í verkefninu fjölgað mjög undanfarnar vikur.

„Hugsunin á bak við verkefnið er að innflytjendur kynnist Íslendingum á þeirra heimavelli. Við höfum milligöngu um þetta matarboð og svo er það alfarið í höndum fólks hvert framhaldið verður og hvort það verða til vinatengsl sem vara lengi,“ segir Bergþóra Björk Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Kópavogi, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert