Hafa ekki frestað verkfallinu

Samninganefndir SFR, SLFÍ og Landsambands lögreglumanna eru enn í húsnæði ríkissáttasemjara en fundur í kjaradeilu félaganna við ríkið hófst klukkan tíu.

Í samtali við fjölmiðla á staðnum greindu formenn félaganna frá því að þau myndu nú fara yfir og kynna fyrir félagsmönnum ákveðnar hugmyndir sem komu fram á fundi þeirra við samninganefnd ríkisins. Það þýðir þó ekki að verkfalli hafi verið frestað að sögn Kristínar Guðmundsdóttur, formanns SLFÍ.

Ekki liggur fyrir útá hvað fyrrnefndar hugmyndir ganga útá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka