Verkfall á 158 stofnunum

Forsvarsmenn SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands leiða fjöldasöng á …
Forsvarsmenn SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands leiða fjöldasöng á baráttufundi í Háskólabíói. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á miðnætti hefst vinnustöðvun meðal allra félagsmanna SFR og SLFÍ sem starfa hjá ríkinu.

Verkfallið er ótímabundið hjá félagsmönnum á Landsspítalanum, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættum. Hjá öðrum stofnunum eru áætluð tveggja daga verkföll nokkrum sinnum yfir fjögurra vikna tímabil.

 Nær vinnustöðvunin nú til miðnættis föstudaginn 16. október m.ö.o. í tvo sólarhringa. Náist ekki að semja brestur aftur á verkfall frá og með miðnætti aðfararnótt mánudagsins 19. október til miðnættis þriðjudaginn 20. október.

Verkfallið tekur til 158 stofnanna og yfir 2500 félagsmanna SFR auk félagsmanna SLFÍ sem eru 1.100 talsins.

Mun það t.a.m. hafa mikil áhrif á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem móttaka á síðdegisvakt mun falla niður og enginn svara í síma. Allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður en m.a. mun starfsfólk búningadeildar, leikmunadeildar og sviðsmenn leggja niður störf. Kennsla í öllum byggingum Háskóla Íslands utan Háskólabíós fellur niður, afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður lokuð og skert þjónusta verður á öllum starfsstöðvum embættis tollstjóra. Landamætaverðir á Keflavíkurflugvelli leggja einnig niður störf og má því gera ráð fyrir miklum töfum í Leifstöð á morgun. Afgreiðsla ríkisskattstjóra verður lokuð með öllu og líklegt er að afgreiðsla vegabréfa, ökuskírteina og  þinglýsinga sem starfsmenn sýslumannsembættanna bera ábyrgð á leggist af á meðan á verkfallinu stendur. Eins er vert að minna á að þeim sem þyrstir í áfengann sopa á morgun eða hinn er hollast að leita í miðbæinn því Vínbúðir landsins verða lokaðar fram á laugardag.

Mestur verður þunginn þó á Landspítalanum þar sem um 1.600 félagsmenn SFR og SLFÍ leggja niður störf en það er um þriðjungur starfsmanna spítalans.

Hér að neðan fer listi yfir þær stofnanir sem verkfallið hefur áhrif á. ATH að áhrifin á starfsemi stofnananna eru misjöfn eftir hverri stofnun fyrir sig.

Landspítali - háskólasjúkrahús

ÁTVR

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Fangelsismálastofnun ríkisins

Ríkisskattstjóri

Háskóli Íslands

Vegagerðin

Landhelgisgæsla Íslands

Tollstjórinn í Reykjavík

Samgöngustofa

Vinnumálastofnun

Sjúkratryggingar Íslands

Íbúðalánasjóður

Þjóðskrá Íslands

Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu

Fiskistofa

Þjóðleikhúsið

Veðurstofa Íslands

Tryggingastofnun ríkisins

Vinnueftirlit ríkisins

Barnaverndarstofa

Héraðsdómstólar

Sýslumaðurinn í Reykjavík

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Sýslumaðurinn í Kópavogi

Háskólinn á Akureyri

Hafrannsóknastofnunin

Landgræðsla ríkisins

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði

Flensborgarskóli

Þjóðminjasafn Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands

Sýslumaðurinn á Blönduósi

Listasafn Íslands

Íslenski dansflokkurinn

Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal

Sýslumaðurinn í Reykjanesbæ

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fjölbrautaskólinn Ármúla

Lánasjóður íslenskra námsmanna

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lyfjastofnun

Fjármálaeftirlitið

Námsgagnastofnun

Matvælastofnun

Sýslumaðurinn á Akureyri

Sýslumaðurinn á Selfossi

Málefni fatlaðra, Austurlandi

Raunvísindastofnun Háskólans

Menntaskólinn í Reykjavík

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Borgarholtsskóli

Tilraunastöð Háskólans að Keldum

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Útlendingastofnun

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Sólvangur, Hafnarfirði

Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Þjóðskjalasafn Íslands

Einkaleyfastofan

Sérstakur saksóknari samkvæmt lögum nr.

Sýslumaðurinn á Ísafirði

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði

Landlæknir

Ríkiskaup

Umhverfisstofnun

Náttúrufræðistofnun Íslands

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Sýslumaðurinn í Snæfellinga

Skógrækt ríkisins

Menntaskólinn í Kópavogi

Ríkislögreglustjóri

Umboðsmaður skuldara

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blin

Landmælingar Íslands

Rannsóknamiðstöð Íslands

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Orkustofnun

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Námsmatsstofnun

Menntaskólinn á Ísafirði

Hæstiréttur

Sýslumaðurinn á Akranesi

Sýslumaðurinn í Borgarnesi

Sýslumaðurinn á Sauðárkróki

Sýslumaðurinn á Húsavík

Sýslumaðurinn á Eskifirði

Þjóðkirkjan

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn að Laugarvatni

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Kvennaskólinn í Reykjavík

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrna

Listasafn Einars Jónssonar

Kvikmyndasafn Íslands

Gljúfrasteinn - Hús skáldsins

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Ríkissaksóknari

Sýslumaðurinn í Bolungarvík

Sýslumaðurinn á Siglufirði

Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal

Geislavarnir ríkisins

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga

Menntaskólinn við Sund

Framhaldsskólinn á Laugum

Þjóðminjasafn Íslands

Veiðimálastofnun

Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuvega

Sýslumaðurinn á Patreksfirði

Sýslumaðurinn á Hólmavík

Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði

Sýslumaðurinn á Hvolsvelli

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Skattrannsóknarstjóri ríkisins

Framkvæmdasýsla ríkisins

Mannvirkjastofnun

Ríkislögmaður

Iðnskólinn Hafnarfirði

Hljóðbókasafn Íslands

Bygging rannsóknastofnana sjávarútvegsin

Ferðamálastofa

Sýslumaðurinn í Búðardal

Rannsóknanefnd umferðarslysa

Póst- og fjarskiptastofnunin

Vatnajökulsþjóðgarður

Úrvinnslusjóður

Skipulagsstofnun

Rekstrarfélagið Borgartúni

Skattstofa Vestfjarða Ísafirði

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Fasteignir framhaldsskóla

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð

Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Verðlagsstofa skiptaverðs

Samkeppniseftirlitið

Persónuvernd

Lögregluskóli ríkisins

Neytendastofa

Fjölmenningarsetur

Jafnréttisstofa

Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri

Heilbrigðismál, ýmis starfsemi

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

Yfirskattanefnd

Fasteignir ríkissjóðs

Ýmis verkefni

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn

Héraðs- og Austurlandsskógar

Suðurlandsskógar

Borgartún 7 fasteign

LSH Verkefni

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka