Fátækt íslenskra barna birtist á margan hátt

Fátækum börnum hefur fjölgað í tveimur af hverjum þremur OECD-ríkjum frá 2007, eitt af hverjum sjö býr við aðstæður undir fátæktarmörkum og 10% barna búa á heimilum þar sem enginn er með atvinnu.

Árið 2011 bjuggu 7,7% íslenskra barna við fátækt, sem var fjórða lægsta hlutfallið af OECD-ríkjunum, að því er fram kemur í umfjöllun um fátækt barna í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, sem skilgreinir barn sem fátækt ef það býr á heimili þar sem ráðstöfunartekjur eru undir 50% af meðaltali ráðstöfunartekna í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert