Sundlaug uppi á þaki

Bráðum hefst bygging fimm stjörnu hótels við Hörpu.
Bráðum hefst bygging fimm stjörnu hótels við Hörpu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðar nr. 2 við Austurbakka.

Felur breytingin í sér að heimiluð er 7. hæð á reit 5, að hámarki 600 fermetrar, fyrir opna veitingaþjónustu. Verður efsta hæðin inndregin um fimm metra frá byggingarlínu. Á reitnum stendur til að reisa fimm stjörnu hótel.

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir aðstandendur verkefnisins hafa lagt þunga áherslu á að bæta einni hæð ofan á hótelið. „Mér skilst þeir ætli að vera með sundlaug þarna uppi á þakinu,“ segir hann í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert