Vetrarfærð víða

Malín Brand

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir eru á Sandskeiði, Mosfellsheiði og víða á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Hálka er á Kleifaheiði, Hálfdáni, Dynjandisheiði og Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Mikladal og Þröskuldum.

Það er hálka á Vatnsskarði en hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálka er einnig á Víkurskarði en hálkublettir í Köldukinn og á Hólasandi. Krap er á Fljótsheiði og þaðan meira og minna austur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi en hálkublettir eru á Jökuldal. Þá eru hálkublettir á Fjarðarheiði, Oddsskarði og á Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert