Loftnet Gæslunnar og Isavia sló út

Eldingu laust niður í rafmagnslínu Orkuveitunnar í kvöld.
Eldingu laust niður í rafmagnslínu Orkuveitunnar í kvöld. AFP

Loftnet Landhelgisgæslunnar, sem notað er til þess að hafa samskipti við skip við Faxaflóa, sló út í kjölfar þess að eldingu laust niður við eina af rafmagnslínum Orkuveitu Reykjavíkur í kvöld.

Það kom þó ekki að sök þar sem til staðar er þéttriðið net loftneta og senda í kringum Faxaflóa, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands. Síminn, Vodafone og Isavia eru með loftnet á sömu staðsetningu og sló þeim einnig út.

Rafmagnsleysið varði í u.þ.b. eina og hálfa klukkustund eða á milli klukkan 19:30 og 21:00.

Þrumugarður gekk yfir Reykjanes og inn á suðvesturhornið í kvöld eins og mbl.is hefur greint frá. Mátti t.a.m. heyra há­vær­ar þrum­ur í námunda við höfuðstöðvar mbl.is og Morg­un­blaðsins við Há­deg­is­móa í Reykja­vík auk þess sem fjöl­marg­ir settu sig í sam­band við mbl.is og til­kynntu um þrum­ur og ljós­leift­ur yfir Kópa­vogi, Garðabæ, Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur og miðbæn­um.

Sjá fréttir mbl.is um málið: 

Þrumug­arður gekk yfir Reykja­nes

Háværar þrumur yfir Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert