Nýr fundur í ÍSAL-máli á morgun

Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík.
Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Sigurður Bogi Sævarsson

Boðað hefur verið til nýs fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík. Fundur deiluaðila hófst klukkan þrjú í dag og lauk í kvöld. 

Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto Alcan á Íslandi, varðist allra fregna þegar mbl.is náði tali af honum eftir fundinn. Boðað er til fundar aftur á morgun og segir Ólafur markmið deiluaðila vera að ná saman. Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, sagði enga breytingu hafa orðið á stóru ágreiningsmálunum á fundinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert