Enn ein hitasveiflan á landinu

Þessu getur fylgt staðbundin flughálka, einkum á landinu norðanverðu þar …
Þessu getur fylgt staðbundin flughálka, einkum á landinu norðanverðu þar sem þjappaður snjór er fyrir á vegum. mbl.is

Spáð er enn einni hitasveiflunni á landinu, þar sem veður fer nú hlýnandi síðar í dag
með vaxandi S-átt. Þessu getur fylgt staðbundin flughálka, einkum á landinu
norðanverðu þar sem þjappaður snjór er fyrir á vegum.

Sennilega mun snjóa á fjallvegum á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi síðdegis og í kvöld áður en þar mun hlána líkt og almennt á láglendi.

Færð og aðstæður

Hálka eða hálkublettir eru víða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum.

Snjóþekja eða hálka er á Vestfjörðum. Flughálka er í Ísafjarðardjúpi.

Hálka og hálkublettir eru á vegum á Norður- og Austurlandi.

Greiðfært er víðast hvar með suðausturströndinni en hálkublettir á milli Kirkjubæjarklausturs og Mýrdalssands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert