Kortleggja stöðuna betur

Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Fundað verður í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík í húsakynnum ríkissáttasemjara en fundað var í gær frá klukkan þrjú og fram á kvöld. Fundurinn í dag hefst klukkan tvö. Takist ekki að semja hefst verkfall 2. desember.

„Það er ekkert að gerast í sjálfu sér,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, í samtali við mbl.is. Hins vegar hafi verið ákveðið í gær að funda í dag aðallega til þess að kortleggja betur hvar deiluaðilar væru sammála og hvar ekki. Hins vegar væri auðvitað jákvætt að menn væru að tala saman.

Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir lítið um málið að segja á þessari stundu annað en það að markmiðið sé að reyna að leysa deiluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert