Lýst yfir altjóni á Perlu

Perla hefur lokið hlutverki sínu fyrir Björgun.
Perla hefur lokið hlutverki sínu fyrir Björgun. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnendur Björgunar hafa lýst yfir altjóni vegna dæluskipsins Perlu sem sökk í Gömlu höfninni í Reykjavík í byrjun mánaðarins.

Ráðstöfun flaksins er á hendi tryggingafélagsins Sjóvár. Stjórnendur Björgunar ráða nú ráðum sínum um framhaldið.

Perla hefur þjónað Björgun í áratugi. Skipið sökk í Gömlu höfninni 2. nóvember, skömmu eftir sjósetningu úr Slippnum. Það náðist raunar á flot aftur 16. nóvember eftir umfangsmikla aðgerð og liggur enn við Ægisgarð. Skipið er mjög illa farið eftir óhappið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert