Mikil atvinnuþátttaka óháð menntun

Meirihluti fékk starf eftir útskrift.
Meirihluti fékk starf eftir útskrift. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Atvinnuleysi einstaklinga sem ekki hafa lokið framhaldsskólaprófi er með því minnsta hér á landi eða 4,7% í samanburði allra aðildarlanda OECD.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu OECD um stöðu og þróun menntamála (Education at a Glance) í aðildarlöndum OECD, sem kom út í gær. Miðast sá samanburður við stöðuna á seinasta ári.

Þá var atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 25-64 ára óháð menntun sú mesta hér á landi í öllum aðildarlöndunum eða 74% meðal þeirra sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi en meðaltal þessa hóps innan OECD var þá 56%. Þetta hlutfall hefur hækkað ár frá ári hér á landi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert