Vegagerðin kaupir tólf vindrafstöðvar

Umferð um Brandagil við Hrútafjörð, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Umferð um Brandagil við Hrútafjörð, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. mynd/Vegagerðin

Vegagerðin hyggst kaupa tólf vindrafstöðvar á þremur árum. Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum í vindrafstöðvarnar fyrir hönd Vegagerðarinnar.

Tekið er fram í tilboðinu að vindrafstöðvarnar og staurar eigi að geta staðist vindálag sem nemur að minnsta kosti 60 m/sek. meðalvindi.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að nota eigi þessar vindrafstöðvar til að knýja vefmyndavélar og sjálfvirkar veðurstöðvar við þjóðvegi landsins. Vindrafstöðvarnar hlaða rafmagni inn á rafgeyma sem knýja tækjabúnaðinn sem gefur upplýsingar um veður og sýnir vegi landsins á vefsíðu Vegagerðarinnar (vegagerdin.is).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert