„Áætlun um að gera áætlun“

„Í heild sinni fær maður dálítið á tilfinninguna að þetta sé áætlun um að gera áætlun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, um sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þótt ýmislegt sé þar gott hafi hún valdið vonbrigðum.

Bæði vanti upp á að markmið og aðferðafræði séu tölusett. Hins vegar bendir hann á að það sem sé gott sé tölu- og tímasett áætlun fyrir sjávarútveginn, sem hafi unnið gott starf að undanförnu í þessum efnum.

Þá segir hann skjóta skökku við að stefnt sé á að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda með aukinni stóriðju þegar frekar ætti að huga að því að draga saman í þeim efnum.

mbl.is ræddi við Guðmund í dag.

Hægt er að kynna sér áætlun stjórnvalda hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert