Mótmæla dómum í kynferðisbrotamálum

Frá mótmælunum á Lækjartorgi í dag.
Frá mótmælunum á Lækjartorgi í dag. Mynd/Árni Sæberg

Klukkan fimm í dag hittist hópur fólks fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur og var þar mótmælt niðurstöðum dómstóla landsins í nauðgunarmálum. Var þess meðal annars krafist að dómarar færu að lögum um barnavernd og kynferðisofbeldi í dómum sínum, að hætt yrði að leita að glufum í lögum til að sýkna nauðgara og að fleiri kvendómarar settust í dómstóla landsins.

Á Facebook-síðu mótmælanna eru nýlegir dómar í kynferðisbrotamálum gagnrýndir harðlega. „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ segir á heimasíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert