Braut gegn öðrum manni kynferðislega

mbl.is/Styrmir Kári

Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Andra Tómas Jónsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot, en maðurinn hafði munnmök við annan mann gegn vilja hans. Fram kemur í dómnum að brotaþoli hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.

Tekin var lögregluskýrsla af brotaþola í ágúst 2013 eftir að hann tilkynnti um kynferðisbrotið. Þar skýrði hann svo frá að hann hafi verið í eftirpartýi í íbúð aðfaranótt 7. apríl 2012.

„Það hafi verið hópur af fólki í íbúðinni. Þegar liðið var á nóttina hafi hann fengið leyfi hjá húsráðanda, sem sé vinur hans, til að gista í íbúðinni. Hann hafi verið ölvaður og lagst í sófa í stofunni og sofnað þar. Hann hafi síðan vaknað við það að [Andri Tómas] hafi legið í klofinu á honum og verið með typpið á honum uppi í sér. Brotaþoli hafi verið með buxurnar á hælunum og einnig hafi verið búið að draga nærbuxurnar niður um hann,“ segir í dómnum.

„Þegar hann hafi gert sér grein fyrir því sem var að gerast hafi honum brugðið ofboðslega mikið. Hann hafi strax staðið upp og gengið í hringi og reynt að ná áttum, en síðan farið inn í herbergi vinar síns og lagst upp í rúm hjá honum. [Andri Tómas] hafi yfirgefið íbúðina skömmu síðar.“

Hæstiréttur telur háttsemi hins Andra Tómasar varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var refsing hans ákveðin fangelsi í tvö ár auk þess sem honum er gert að greiða brotaþola 1.000.000 krónur í miskabætur.

Dómur Hæstaréttar í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert