Vilja mat á Keflavíkurflugvelli

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Tillaga til þingsályktunar hefur verið lögð fram á Alþingi þess efnis að innanríkisráðherra verði falið „að láta gera könnun á kostum þess að flytja inn­an­lands­flug til Keflavíkurflugvallar og leggja mat á rekstrargrundvöll og möguleg sóknarfæri Keflavíkurflugvallar með tilliti til þróunarmöguleika flugvallarins og áhrifa á íbúa, ferðaþjónustu og atvinnulíf á Suðurnesjum.“ Ráðherra skili skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar á vorþingi 2016.

Flutningsmenn tillögunnar telja nauðsynlegt að leggja mat á Keflavíkurflugvöll eins og aðra flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. „Líklegt má telja að Keflavíkurflugvöllur kæmi vel út úr slíku mati með tilliti til þeirra þátta sem nefndir hafa verið hér að framan. Ljóst má vera að stofnkostn­aður fyrir inn­an­lands­flug á Keflavíkurflugvelli yrði lægri en á öðrum stöðum sem metnir voru. Keflavíkurflugvöllur er stærsti flugvöllur landsins og þar eru flestir þeir innviðir sem þarf fyrir rekstur inn­an­lands­flugs,“ segir í greinargerð.

Fyrsti flutningsmaður er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn koma frá Framsóknarflokknum, Bjartri framtíð og Pírötum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert